Varhugavert að samþykkja breytingar á kosningalögum

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum rétt í þessu bókun um breytingar á kosningalögum. Bókunin var send formanni og varaformanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar auk þess sem forseti Alþingis fékk afrit af bókuninni og þess farið á leit að bókuninni yrði komið á framfæri við alla alþingismenn, fyrir atkvæðagreiðslu sem fram á að fara í dag.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum í dag bókun um breytingar á kosningalögum. Bókunin var send formanni og varaformanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, auk þess sem forseti Alþingis fékk afrit. Var þess farið á leit að bókuninni yrði komið á framfæri við alla alþingismenn, fyrir atkvæðagreiðslu um breytingar á kosningalögum og fara fram í dag.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tekur ekki efnislega afstöðu til þeirra breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu en telur varhugavert að samþykkja breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna nú þegar rúmlega tveir mánuðir eru til kosninga. Stjórnin bendir á leiðbeiningar frá Evrópuráðinu þar sem fram kemur að stöðugleiki er mikilvægur varðandi kosningalöggjöf og telur að stjórnvöld og Alþingi eigi að starfa út frá þeirri meginreglu að ekki séu gerðar meiriháttar breytingar á kosningalögum þegar minna en eitt ár er til kosninga.