Úthlutun úr Fiskeldissjóði

Stjórn sjóðsins Fiskeldissjóðs hefur úthlutað styrkjum í samræmi við lög nr. 89/2019 fyrir árið 2021. Til úthlutunar voru 105 milljónir króna.

Styrki hlutu eftirfarandi fimm verkefni í fjórum sveitarfélögum:

Verkefni                  Styrkfjárhæð
Fjarðabyggð: Leikskólinn Dalborg, Eskifirðikr. 42.583.578
Ísafjarðarbær: Endurnýjun vatnslagnar í Staðardalkr. 20.439.408
Múlaþing: Fráveituframkvæmdir í Djúpavogikr. 28.064.925
Vesturbyggð: Fjarlægja asbest vatnslögn Bíldudalkr.   6.929.723
Vesturbyggð: Vatnsöryggi Bíldudal og Patreksfirðikr.   6.982.366

Sjóðnum bárust 14 umsóknir frá sjö sveitarfélögum að fjárhæð samtals 239 milljónir króna. Samþykktar umsóknir námu 120,7 m.kr. Því voru styrkfjárhæðir skertar hlutfallslega í samræmi við forgangsröðun stjórnar.

Stjórnin metur það svo að verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni falli öll vel að áherslum sjóðsins og séu til þess fallin að styrkja innviði sveitarfélaga og atvinnulíf á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað.