Unnt að fylgjast með uppbyggingu íbúða í rauntíma

Nýtt mælaborð, sem sýnir með gagnvirkum hætti hversu margar íbúðir eru í byggingu á öllu landinu, var tekið formlega í notkun í dag á kynningarfundi HMS og Samtaka iðnaðarins. Nú er því í fyrsta sinn hægt að sjá íbúðir í byggingu á einum stað.

Á gagnvirku Íslandskorti á vef HMS er nú hægt að skoða allar íbúðir í byggingu sem og öll byggingaráform í rauntíma, allt frá útgáfu framkvæmdaleyfis til lokaúttektar. Þannig geta verktakar, lánastofnanir, söluaðilar byggingarefna og fasteignasalar nú loksins byggt áætlanir sínar á staðreyndum. Upplýsingarnar í mælaborðinu eru teknar upp úr mannvirkjaskrá HMS og uppfærast samhliða úttektum í rauntíma. Hægt er að sjá hlutfallslega hversu langt byggingarnar eru komnar.

Hér er hægt að fara inn á mælaborðið

Sjá frétt á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.