Umsagnir um Hálendisþjóðgarð, þjóðgarðastofnun og meðhöndlun úrgangs

Á meðal áhugaverðra mála sem sambandið hefur veitt umsögn um má benda á reglugerð um Fiskeldissjóð. Hlutverk sjóðsins er að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.

Á meðal áhugaverðra mála sem sambandið hefur veitt umsögn um má benda á reglugerð um Fiskeldissjóð. Hlutverk sjóðsins er að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.

Einnig má nefna umsagnir sambandsins um frumvarp um Hálendisþjóðgarð og frumvarp um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða. sem eru mál sem hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur.

Loks má nefna umsagnir um frumvarp um breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs, frumvarp um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir (plastvörur) og annað frumvarp um breytingar á sömu lögum (viðaukar). Í öllum tilvikum gerir sambandið verulegar athugasemdir við frumvörpin. Varðandi tvö fyrst nefndu málin er um að ræða innleiðingu á löggjöf frá ESB en þó þannig að umrædd löggjöf er ekki enn orðin hluti af EES-samningnum. Enn fremur er gerð athugasemd við að ákveðnir þættir ESB-löggjafarinnar eru ekki hluti af innleiðingarlöggjöf, þ.e. atriði sem snúa að ábyrgð framleiðenda á því að vara fái rétta úrgangsmeðhöndlun.

Í flestum tilvikum hefur sambandið óskað eftir fundi með viðkomandi ráðuneyti til að fylgja eftir umsögnum sínum.

Einnig er vakin athygli á því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjallar þessa dagana um tillögur að þingsályktunum um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og 2020-2034. Fjöldi sveitarfélaga og landshlutasamtaka hafa sent inn umsagnir um málið.