Umhverfis Ísland

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að auka umfjöllun á sviði umhverfis- og loftslagsmála og hefja útgáfu á mánaðarlegu fréttabréfi.

Fréttabréfið er viðbragð við auknum áhuga á þessum málaflokkum á sveitarstjórnarstiginu og mun það koma út fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Í því verður að finna upplýsingar um það sem hæst ber í umhverfis- og loftslagsmálum á sveitastjórnarstiginu ásamt ýmsu öðru sem þeim málum tengjast. Dæmi um viðfangsefni eru fráveitumál, úrgangsstjórnun og málefni hringrásarhagkerfisins, náttúruvernd, orkuskipti, samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda og aðlögun að loftslagsbreytingum.

Öll sem hafa áhuga á að fræðast meira um þessi málefni eru hvött til að skrá sig á póstlistann. Hægt er að koma á framfæri hugmyndum af áhugaverðu umfjöllunarefni í þessum málaflokkum með því að senda tölvupóst á netfangið thjonusta@samband.is.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlista fyrir fréttabréfið Umhverfis Ísland.