Tveir nýir sérfræðingar komnir til starfa

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ráðið tvo sérfræðinga til starfa á skrifstofu sambandsins.

Flosi H. Sigurðsson lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði

Flosi H. Sigurðsson hefur verið ráðinn lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga

Flosi lauk B.A. gráðu í lögfræði árið 2008 og M.A gráðu í lögfræði árið 2010, sama ár öðlaðist hann réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi. Að auki er hann með réttindi til að flytja mál fyrir Landsrétti og Hæstarétti Íslands.

Flosi var áður sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs Borgarbyggðar en þar áður var hann framkvæmdastjóri og einn af eigendum  OPUS lögmanna. Þá starfaði hann áður sem framkvæmdastjóri Greiðslu ehf. samhliða því að sinna stundakennslu við Háskóla Íslands.

Björgvin Sigurðsson sérfræðingur í stafrænni umbreytingu

Björgvin Sigurðsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í stafrænni umbreytingu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Björgvin er 51 árs kerfisfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík en seinustu ár hefur hann starfað sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Valitor og Next Generation Lotteries.