Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 hefur verið send Alþingi til dreifingar meðal þingmanna.
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 hefur verið send Alþingi til dreifingar meðal þingmanna. Samkvæmt lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir landshluta ber ráðherra að leggja fram endurskoðaða áætlun á að minnsta kosti þriggja ára fresti, en nú í júní eru þrjú ár frá samþykkt gildandi byggðaáætlunar.
Þingsályktunartillagan felur í sér fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2026. Þar eru settar fram 44 aðgerðir. Margar þeirra eru framhald af aðgerðum í gildandi byggðaáætlun en aðrar eru nýjar og afrakstur þess mikla samráðs sem átti sér stað í aðdraganda tillögunnar.
Nánari upplýsingar má finna á vef Stjórnarráðs Íslands.