Matvælastofnun beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að fá tilkynningar til sín um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum nema augljóst sé að þeir hafa drepist af slysförum.
Nýlega upplýsti Matvælastofnun að í gildi séu hertar sóttvarnarreglur fyrir alifugla og aðra fugla í haldi vegna hættu á fuglaflensu sem gæti borist til landsins með komu farfugla nú í vor. Mörg tilfelli hafa verið á svæðum þar sem íslenskir farfuglar hafa vetursetu eða fara um á leið sinni til landsins. Nær öruggt er að farfuglar beri veiruna með sér til landsins í ár.
Í því samhengi beinir Matvælastofnun þeim tilmælum til sveitarfélaga að fá tilkynningar til sín um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum nema augljóst sé að þeir hafa drepist af slysförum.
Staðan var svipuð í fyrravetur 2020/2021 þar sem einnig var hætta á að fuglaflensa gæti borist til landsins með komu farfugla og almenningur hvattur að tilkynna til stofnunarinnar um fund á dauðum villtum fuglum. Þá komu upp tilvik þar sem t.d. meindýraeyðar eða starfsmenn heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga höfðu samband við Matvælastofnun þegar þeir fóru á staði til að koma villtum fuglum til bjargar eða þurftu að fjarlægja hræ.
Hér með er því áréttað að Matvælastofnun telur afar mikilvægt að fá slíkar tilkynningar.