Tíðindi tíu ára

Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, Tíðindi, er tíu ára en fyrsta tölublaðið kom út í janúar 2013.

Formála fyrsta tölublaðsins ritaði Magnús Karel Hannesson, þáverandi sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs sambandsins, og sagði hann m.a.

„Með TÍÐINDUM af vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga er hleypt af stokkunum tilraun sem ætlað er að auka upplýsingagjöf um starfsemi sambandsins. Er stefnt að því að fréttabréfið komu út mánaðarlega á rafrænu formi út þetta ár, en framhald þessarar útgáfu veltur að sjálfsögðu á viðtökum sveitarstjórnarmanna og starfsmanna sveitarfélaga.“ 

Í fyrstu voru Tíðindi brotin um líkt og tímarit og birtust á vefnum www.issuu.com/samband en hin síðari ár hafa Tíðindin komið út um kl. 15:00 á fimmtudögum og höfum við notað vefforritið Mailhimp við umbrot og útsendingu, en Tíðindi hafa verið send til áskrifenda með tölvupósti.

Allir geta gerst áskrifendur að Tíðindum með því að skrá sig á vef Mailchimp eða með því að senda tölvupóst á samband@samband.is. Eldri tölublöð Tíðinda má finna á hér á vef sambandsins undir Útgefið efni.

Fyrsta tölublað Tíðinda, útgefið í janúar 2013.