23. okt. 2017

Haustþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 18.–20. október 2017

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er pólitískur samstarfsvettvangur evrópskra sveitarfélaga og svæða1. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem stjórn sambandsins tilnefnir til fjögurra ára í senn. Þingið kemur saman tvisvar á ári, að vori og hausti í Evrópuráðshöllinni í Strassborg. Eitt af meginverkefnum þingsins er að hafa eftirlit með stöðu Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga, og eftirlit með framkvæmd sveitarstjórnakosninga, í aðildarríkjum Evrópuráðsins. Þingið ályktar einnig um ýmis málefni sem varða sveitarstjórnarstigið, sérstaklega um lýðræðis- og mannréttindamál og er ályktununum eftir atvikum beint að þingi Evrópuráðsins og ráðherranefnd, svo og að ríkisstjórnum aðildarríkja Evrópuráðsins og sveitar- og svæðisstjórnum innan þeirra.

Gudrun Mosler-Törnström, forseti þingsins flytur opnunarávarp

Halldór Halldórsson formaður sendinefndarinnar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sigurður Björn Blöndal borgarfulltrúi og Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ sátu þingið ásamt Önnu Guðrúnu Björnsdóttur,  ritara sendinefndarinnar og Guðrúnu Dögg Guðmundsdóttur, forstöðumanni Brussel-skrifstofu Sambandsins. File-2

Kjörnir fulltrúar Íslands á þinginu ásamt ræðismanni Íslands Patrick Dromson og sendiherra Kristjáni Andra Stefánssyni.

Undirbúningsfundur Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

File-1Íslendingar önnuðust að þessu sinni skipulagningu undirbúningsfundar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja fyrir þingið. Halldór Halldórsson formaður sambandsins stýrði fundinum þar sem Kristján Andri Stefánsson sendiherra sagði frá helstu málum á döfinni og áskorunum sem Evrópuráðið stendur frammi fyrir. Arnold Skibsted sendiherra Dana sagði frá áherslum komandi formennsku Dana í Evrópuráðins og Gunn Marit Helgesen forseti svæðadeildar þingins og Anders Knape forseti sveitarstjórnardeildar sögðu  frá helstu málum á dagskrá. Loks kynnti fulltrúi Evrópusamtaka svæða starfsemi samtakanna. Fundurinn var afar vel sóttur og að loknum umræðum og erindum var boðið upp á léttar veitingar.

Íslenskur ungmennafulltrúi á þinginu var Tinna Isebarn, en hún flutti opnunarávarp og svaraði spurningum undir dagskárlið þar sem fjallað var um grasrótarverkefni ungmennafulltrúa þingsi59e76c2cbf09ens. Eitt þeirra er  Leiðtogaskóli Íslands sem Landssamband ungmennafélaga (LUF) heldur úti. Skólinn er sameiginlegur vettvangur aðildarfélaga til að þjálfa persónulega hæfni, efla tengslanet, deila reynslu, auka getu og valdefla ungt fólk á Íslandi. Grunnþættir fræðslunnar eru lýðræði og mannréttindi í verki – þar sem áætlun Evrópuráðsins um lýðræðislega borgaravitund og mannréttindafræðsla þess (Kompás) eru lagðar til grundvallar.  Evrópuráðið styrkir Leiðt0gaskólann og hefur veitt honum viðurkenningu sem fyrirmyndarverkefni (e. best practice).

Dreifstýring til að tryggja farsæla aðlögun innflytjenda

Yfirskrift Sveitarstjórnarþingsins að þessu sinni var dreifstýring til að tryggja farsæla aðlögun innflytjenda en helst á dagskrá voru málefni fylgdarlausra flóttabarna, staðan í Katalóníu, opin stjórnsýsla og baráttan gegn spillingu,  aukið gagnsæi í opinberum innkaupum, hlutverk sveitarfélagasambanda í lýðræðiseflingu og bjartari framtíð fyrir dreifðar byggðir í Evrópu. Einnig var fjallað um stöðu svæðisbundins lýðræðis á Ítalíu, Serbíu og Sviss og skýrslur um kosningaeftirlit á Finnlandi og Armeníu, eftirlitsferð til Brussel og stöðu borgarinnar Mostar í Bosníu og Hersegóvínu þar sem sveitarstjórnarkosningar hafa ekki verið haldnar í níu ár. Þá var fjallað um stöðu Dorin Chirtoaca, varaformanns þingsins og bæjarstjóra Chisninau í Moldóvu, sem hefur verið í stofufangelsi síðan í maí 2016. Loks var 10 ára afmæli Evrópsku lýðræðisvikunnar fagnað en Gunnar Axel tók til máls undir þeim lið.

50079_026-2Nánari upplýsingar um fundinn á heimasíðu þingsins.