Hér á eftir er tilgreint hvar kjósendur geta leitað almennra upplýsinga á kjördag, svo sem um kjörskrá og atriði er lúta að framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna laugardaginn 14. maí 2022.
Landskjörstjórn
Landskjörstjórn veitir upplýsingar frá klukkan 8:30 að morgni til klukkan 22 að kvöldi. Símanúmer eru 545-9050, 545-9070 og 830-5800. Einnig má hafa samband með tölvupósti á postur@lks.is
Þjóðskrá Íslands
Þjóðskrá Íslands verður með símavakt á kjördag, frá klukkan 09 að morgni til klukkan 22 að kvöldi. Þar verða meðal annars veittar upplýsingar um kjörskrá.
Símanúmerið er 515-5300. Einnig má hafa samband með tölvupósti á kosningar@skra.is
Þá eru velflest sveitarfélög eru með skráða kjörstaði og kjördeildir í kjörskrá Þjóðskrár Íslands. Kjósendur geta með einföldum hætti kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá.
Stafrænt Ísland
Stafrænt Íslands verður með vakt á kjördag ef upp koma vandamál varðandi skönnun ökuskírteinanna. Hægt er að hafa samband við Stafrænt Ísland eða með því að senda tölvupóst í netfangið: island@island.is. Einnig má hafa samband í síma 545 9126.