Sveitarfélagaskólinn heim í hérað

Vinnustofur fara fram í öllum landshlutum.

Sveitarfélagaskólinn er stafrænn vettvangur námskeiða fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga sem hleypt var af stokkunum eftir sveitarstjórnarkosningar 2022. Sambandið hefur nú hannað vinnustofur fyrir kjörna fulltrúa með það að markmiði að  sveitarstjórnarfólk öðlist aukna þekkingu til að efla sig í árangursríkum samskiptum við úrlausn ágreiningsefna auk þess að reyna með raunhæfum hætti á þá þekkingu sem finna má í Sveitarfélagaskólanum.

Fyrri hluti vinnustofunnar er að þessu sinni tileinkaður samskiptum, samvinnu og sameiginlegri úrlausn verkefna. Þessi áhersla á samvinnu er nýmæli í fræðslu sambandsins en sú áhersla er sannarlega ekki úr lausu lofti gripin. Í skýrslu verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa sem kom út í nóvember 2022 er sérstaklega fjallað um samskipti. Þar kemur meðal annars fram að samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar hafi þriðjungur kjörinna fulltrúa átt í samskiptavanda á tímabilinu. Athygli vekur að í langflestum tilvikum, átti kjörni fulltrúinn í samskiptavanda við kjörinn fulltrúa í eigin sveitarfélagi. Næst algengast er að hann hafi átt í samskiptavanda við æðstu embættismenn í eigin eða öðru sveitarfélagi en sjaldnast við almenna borgara. Ein af tillögum nefndarinnar var að sambandið hvetti sveitarfélög til að setja sér samskiptasáttmála þar sem lögð verði áhersla á virðingu og uppbyggileg samskipti kjörinna fulltrúa og að Sveitarfélagaskóli sambandsins veitti kjörnum fulltrúum fræðslu og ráðgjöf um þróun sáttmálans og eftirfylgni. Vinnustofan er því einn þáttur sambandsins í að fylgja þessari tillögu eftir.

Vinnustofur fara fram í öllum landshlutum og fær allt sveitarstjórnarfólk boð um að mæta á vinnustofu í sínum landshluta, með fyrirvara um skráningu. Nánari upplýsingar um tímasetningu og staðsetningu er að finna hér að neðan.

Dagskrá vinnustofanna

10:00Kynning og undirbúningur 
Eftirtalin munu leiða vinnustofu Sveitarfélagaskólans: 
Flosi Hrafn Sigurðsson, lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði 
Valgerður Ágústsdóttur, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði 
Valgerður Rún Benediktsdóttir, lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði 
10:35Árangursríkt samstarf, innleiðing og hópavinna 
Unnið er í hópum með upplifun þátttakenda af samvinnu og samstarfi og hvaða áskoranir eru til staðar. Í kjölfarið vinna hóparnir að lausnaleit.
12:15Hádegismatur 
13:00Árangursríkt samstarf, framhald hópavinnu 
14:15Raunhæf verkefni úr Sveitarfélagaskólanum 
1-2 dögum fyrir vinnustofu fá þátttakendur senda dæmisögu úr Sveitarfélaginu Fagrafirði ásamt spurningum.
Hver hópur vinnur saman að úrlausn verkefna. 
15:50Samantekt eftir daginn 
16:00Námskeiðsmat 

Dagsetningar vinnustofa

14. marsSuðurlandHótel SelfossSkráning á vinnustofuna
16. marsSuðurnesMiðstöð símenntunarSkráning á vinnustofuna
Í vinnsluSSNVÍ vinnslu
Í vinnsluAustfirðirÍ vinnslu
29. marsVesturlandB59 hotel, BorgarnesiSkráning á vinnustofuna
11. aprílSSNAHótel KeaSkráning á vinnustofuna
25. aprílSuðurlandÍ vinnslu
Í vinnsluHöfuðborgararsv.Í vinnslu
Í vinnsluVestfirðirÍ vinnslu