Fréttir og tilkynningar: maí 2020

Fyrirsagnalisti

16. maí 2020 : Sumarstarf við lögfræðitengd verkefni

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir áhugasömum námsmanni til starfa við lögfræðitengd verkefni á sviði sveitarfélaga.

Nánar...

12. maí 2020 : Vel heppnaður fundur um stafræna þróun sveitarfélaga

Í morgun stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir fundi í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom undir heitinu „Stafræn þróun sveitarfélaga - hvaða árangri viljum við ná?“ Fundurinn var ákaflega vel sóttur en ríflega 200 manns litu við á fundinn en lengst af voru um 190 manns á fundinum samtímis.

Nánar...

11. maí 2020 : Samfélagssáttmáli - í okkar höndum

Almannavarnir og Embætti landlæknis hafa gefið út samfélagssáttmála þar sem minnt er á að framhald á góðum árangri gegn COVID-19 kórónavírusnum er í okkar höndum.

Nánar...

07. maí 2020 : Sumarstörf fyrir námsmenn – umsóknarfrestur rennur út 8. maí

Photo by Priscilla Du Preez on Unsplash

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja um 2.200 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög. Vonir standa til að með átakinu verði hægt að skapa allt að 3.400 tímabundin störf í sumar fyrir námsmenn á milli anna sem skiptast á milli opinberra stofnana og sveitarfélaga.

Nánar...

06. maí 2020 : Styrkir til námsmanna - umsóknarfrestur rennur út 8. maí

Í fjáraukalögum 2020 er gert ráð fyrir því að veitt verði viðbótarframlag að fjárhæð 300 m.kr. í Nýsköpunarsjóð námsmanna vegna þriggja mánaða launa til ungra frumkvöðla þar sem áhersla verður lögð á þjálfun í frumkvöðlamennsku og nýsköpun. Markmiðið er að sporna gegn atvinnuleysi og efla nýsköpun meðal ungs fólks. Ekki er ljóst hvort nýta megi allt fjármagnið í hefðbundna úthlutun. Þar af leiðandi hefur umsóknarfresti verið frestað til 8 maí.

Nánar...