Stjórn sambandsins lýsir ánægju með framkomnar tillögur í húsnæðismálum

tjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ræddi á fundi sínum í dag um tillögur átakshóps forsætisráðherra um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Aðallega voru til umræðu þær tillögur sem víkja að sveitarfélögum og aðgerðum á þeirra vegum. Leggur stjórn sambandsins áherslu á ð fulltrúar sveitarfélaga taki beinan þátt í mótun á útfærslum og framfylgd niðurstðananna og hvetur til þess að komið verði á markvissu samstarfi stjórnvada og helstu haghafa um úrbætur í húsnæðismálum á grundvelli niðurstaðna átkashópsins.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ræddi á fundi sínum í dag um niðurstöður átakshóps forsætisráðherra um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Fjallað var um þær tillögur sem víkja að sveitarfélögum og aðgerðum á þeirra vegum. 

Leggur stjórn áherslu á, að fulltrúar sveitarfélaga taki beinan þátt í mótun á útfærslum og framfylgd tillagna og hvetur til þess að komið verði á markvissu samstarfi stjórnvalda og helstu haghafa um úrbætur í húsnæðismálum á grundvelli niðurstaðna átakshópsins.

Þá leggur stjórn einnig áherslu á að útfærslur verði einfaldar í framkvæmd, að þær falli vel að þeim lagaramma sem sveitarfélögin starfa eftir og að framkvæmd verði ekki of íþyngjandi fyrir sveitarfélög. 

Bókun stjórnar vegna málsins er í heild sinni eftirfarandi: 

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir ánægju með framkomnar niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Stjórnin leggur áherslu á að fulltrúar sveitarfélaga taki beinan þátt í mótun á útfærslum og framfylgd niðurstaðnanna og hvetur til þess að komið verði á markvissu samstarfi stjórnvalda og helstu haghafa um úrbætur í húsnæðismálum á grundvelli niðurstaðna átakshópsins. Lögð er áhersla á að útfærslur verði einfaldar í framkvæmd, að þær falli vel að þeim lagaramma sem sveitarfélögin starfa eftir og að framkvæmd verði ekki of íþyngjandi fyrir sveitarfélög.

Að mati átakshópsins liggur óuppfyllt íbúðaþörf nú á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á landinu öllu. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis er hins vegar fyrirhuguð á næstu árum og áætlað er að um tíu þúsund íbúðir verði byggðar á árum 2019–2021. Gangi þær áætlanir eftir mun óuppfyllt íbúðaþörf minnka til muna en hún verður engu að síður um tvö þúsund íbúðir í upphafi árs 2022.

Hópurinn leggur fram í skýrslu sinni frá 19. jan. sl. 40 tillögur í sjö efnisflokkum, þar á meðal að hluti af uppbyggingu íbúða til að mæta óuppfylltri þörf verði innan kerfis almennra íbúða með því að ríki og sveitarfélög auki fjárveitingar til stofnframlaga á næstu árum og að sett verði í forgang við ráðstöfun stofnframlaga, og annarra opinberra framlaga vegna uppbyggingar á íbúðaleiguhúsnæði, verkefni þar sem góðar almenningssamgöngur eru fyrir hendi.