Stjórn sambandsins heimsækir Brussel

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er nú stödd í Brussel ásamt nokkrum helstu stjórnendum sambandsins.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, framkvæmdastjóri og sviðsstjórar í blíðunni í Brussel.

Markmið ferðarinnar er að heimsækja og kynnast helstu stofnunum Evrópusambandsins sem fara með málefni er varða íslensk sveitarfélög.

Í upphafi ferðar kynnti Óttar F. Gíslason, starfsmaður sambandsins í Brussel, starfsemi Evrópuskrifstofu okkar og Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel, sagði frá málefnum líðandi stundar innan Evrópusambandsins. Þá tók Kristján Andri Stefánsson sendiherra, á móti hópnum og sagði frá starfsemi sendiráðsins og hagsmunagæslu í tengslum við EES samninginn.

Einnig fékk stjórnin kynningu á ýmsum öðrum málum í sendiráðinu, svo sem um sveitarstjórnarmál, samgöngumál, húsnæðis- og skipulagsmál, fráveitur, úrgangsmál og loftsgæði, ásamt fleiru. Þá sagði Tinna Finnbogadóttir, sendiráðunautur í Brussel, frá nýjum fjármálareglum Evrópusambandsins.

Loks heimsótti stjórnin höfuðstöðvar EFTA þar sem Andri Lúthersson, aðstoðarframkvæmdastjóri og Pétur Gunnarsson sérfræðingur hjá EFTA, sögðu frá helstu málum sem eru á döfinni og varða evrópsk sveitarfélögin. Að lokum sagði Árni Páll Árnason, stjórnarmaður í stjórn ESA, frá starfsemi Eftirlitsstofnunar EFTA og helstu málum á þeirra borði.