Starfsmenn Garðabæjar lögðu land undir fót, þegar þeir fóru nú nýlega í námsferð til Brussel. Tekið var vel á móti hópnum á Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem staðsett er í Húsi evrópsku sveitarfélaganna þar í borg.
- Starfsmenn Garðabæjar lögðu land undir fót, þegar þeir fóru nú nýlega í námsferð til Brussel. Tekið var vel á móti hópnum á Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem staðsett er í Húsi evrópsku sveitarfélaganna þar í borg.
Auk þess sem starfsmenn Garðabæjar kynntu sér starfsemi Brussel-skrifstofunnar, hitti hópurinn sérfræðinga hjá völdum aðilum eða Evrópusamtökum sveitarfélaga, Eurocities og Evrópuskrifstofu Oslóborgar. Þá kynnti hópurinn sér starfsemi EFTA-skrifstofunnar og einnig tók Gunnar Pálsson, sendiherra í Brussel, á móti hópnum í sendiráði Íslands.
Eftir að formlegri námsdagskrá lauk kynnti hópurinn sér helstu dásemdir Brusselborgar og lá leiðin m.a. í heimsókn til framleiðanda að belgísku gæðasúkkulaði.
Forstöðumaður Brussel-skrifstofunnar er Óttar Freyr Gíslason.
Ljósmyndin er af starfsmannahópnum fyrir utan Hús evrópsku Sveitarfélaganna í Brussel (ljósm. ÓFG)