Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu

Þann 7. júní sl. skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið er að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.

Á starfshópurinn að afla upplýsinga og gagna í tengslum við úrlausnarefnið m.a. með hliðsjón af þeim atriðum sem fram koma í vindorkuskýrslu, sem birt var og kynnt í apríl á þessu ári.

Í ljósi þess að skattaumhverfi orkuvinnslu snertir marga aðila hefur starfshópurinn ákveðið í upphafi vinnunnar að gefa hagsmunaaðilum og öðrum aðilum kost á því að koma að ábendingum og/eða tillögum til starfshópsins sem stutt geta við vinnu hópsins vegna skoðunar á skattalegu umhverfi orkuvinnslu. Starfshópurinn hefur því stofnað mál í samráðsgátt, sbr. mál nr. 119/2023, þar sem öllum hagsmunaaðilum gefst kostur á því að koma að athugasemdum sínum og/eða gögnum er varða úrlausnarefnið.

Frestur er tilgreindur til og með 30. ágúst n.k.