Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðisbæjar hefur nú tekið til starfa og hefur starfseminni verið skipt niður á báða staði, eins og ákveðið var. Stjórnsýsla, fjármál og umhverfis-, skipulags- og byggingamál eru í stjórnsýsluhúsinu í Garði, en félagsþjónusta og fjölskyldumál í stjórnsýluhúsinu í Sandgerði.
Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðisbæjar hefur nú tekið til starfa og hefur starfseminni verið skipt niður á báða staði, eins og ákveðið var. Stjórnsýsla, fjármál og umhverfis-, skipulags- og byggingamál eru í stjórnsýsluhúsinu í Garði, en félagsþjónusta og fjölskyldumál í stjórnsýluhúsinu í Sandgerði.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið beðið um að aðstoða nýja sveitarfélagið við að koma þessum upplýsingum á framfæri á meðan nýja skipulagið er að festa sig í sessi.