Starfsáætlun 2023

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 14. desember sl. voru lögð fram drög að starfsáætlun sambandsins fyrir árið 2023.

Á fundinum var einnig lögð fram starfsáætlun stjórnar fyrir sama ár. Stjórnin samþykkti bæði plöggin og fól framkvæmdastjóra að boða til landsþings sambandsins föstudaginn 31. mars og mun þingið fara fram í Reykjavík.