Starf aðalbókara laust til umsóknar

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling í öfluga liðsheild til að gegna ábyrgðarmiklu starfi á rekstrar- og útgáfusviði.

Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, vilja til teymisvinnu, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika. Jafnræðis er gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að starfsmannahópurinn endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirumsjón með fjárhagsbókhaldi, viðskiptamannabókhaldi og lánardrottnabókhaldi sambandsins og samstarfsstofnana
  • Umsjón með færslu bókhalds, framkvæmd afstemmingar, gerð vsk uppgjörs og launaútreiknings
  • Ábyrgð á mánaðarlegu uppgjöri og gerð árshluta- og ársreikninga
  • Greining á fjárhagsupplýsingum, þátttaka í áætlunargerð og eftirfylgni með áætlun
  • Aðstoð við stjórnendur, önnur svið sambandsins og Lánasjóð sveitarfélaga ohf.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfið
  • Viðurkenndur bókari er kostur
  • Þekking og reynsla á færslu bókhalds, afstemmingu og uppgjörsvinnu er skilyrði
  • Mjög góð tölvukunnátta og færni í Excel
  • Mjög góð þekking og reynsla af Dynamics 365 Business Central (NAV)
  • Nákvæm, skipulögð, sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
  • Rík þjónustulund, samskiptahæfni og jákvætt hugarfar

Um er að ræða fullt starf. Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst. Sótt er um starfið á alfred.is eða með því að senda tölvupóst með ferilskrá og kynningarbréfi á netfangið samband@samband.is.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs sambandsins, netfang: valur@samband.is og  Þórdís Sveinsdóttir, lánastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, netfang: thordis@lanasjodur.is, og eða í síma 515-4900.

Vinnustaðurinn

Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Samband íslenskra sveitarfélaga er heilsueflandi vinnustaður og leggur ríka áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og kost á fjarvinnu eftir því sem við á.