Smáraskóli í Kópavogi vann Sexuna 2024!

Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.

1. sæti: Smáraskóli 
VINUR Í RAUN. Höfundar: Jane María, Ásta Lind, Alexandra Ósk, Fabian, Sara Björk, Ásdís Elva.

2.sæti Smáraskóli 
TÆLING. Höfundar: Zein, Björn, Helgi, Óðinn, Eiður.

3.sæti Hólabrekkuskóli 
SAMÞYKKI. Höfundar: Kamilla, Lilla, Majd, Ágústa, Brynjar, Brimir, Haukur, Anna og bekkurinn 71B.

Hvatningarverðlaun: Smáraskóli 
Fyrir stuttmyndina SEGÐU FRÁ. Höfundar: Dagný, Anna, Hanna og Ásthildur.

Stuttmyndasamkeppnin Sexan er opin fyrir alla 7. bekki í grunnskólum landsins og er hún haldin í janúar ár hvert. Fjölmargir aðilar standa saman að baki Sexunnar og eru vinningsmyndirnar birtar á vef UngRÚV auk þess sem þær eru sendar í alla grunnskóla landsins sem hluti af forvarnarfræðslu.

Hægt er að hlaða myndunum niður í gegnum Youtube með því að smella á hlekkinn með nafni skóla.

Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt en þátttakendur fá fræðslu í skóla og/eða félagsmiðstöð og í kjölfarið tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, hámark 3 mínútur að lengd.

Viðfangsefni keppninnar í ár voru fjórar birtingarmyndir ofbeldis:

  • Samþykki
  • nektarmynd
  • tæling
  • slagsmál

Auk þess var opinn flokkur fyrir allt það sem nemendum finnst mikilvægt að börn í 7. bekk viti um. Allar verðlaunamyndirnar má finna á heimasíðu 112.is og við getum verið virkilega stolt af öllum þátttakendum Sexunnar í ár. Við erum strax farin að hlakka til næstu keppni.