Skýrsla um framtíðarlausn til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar

Starfshópur um forverkefni til undirbúnings að innleiðingu framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar hefur skilað af sér skýrslu.

Mynd af vef Sorpu bs.

Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins eru:

  • Hátæknisorpbrennsla yrði reist á Suðvesturhorni landsins þar sem meira en 80% af úrganginum falla til.
  • Mat á staðsetningu leiðir í ljós að bygging hátæknibrennslunnar í Álfsnesi myndi fela í sér minnstan rekstrarkostnað þar sem kostnaður við flutning úrgangs til stöðvarinnar væri lægstur.
  • Hátæknibrennslan þarf að geta afkastað allt að 130.000 tonnum á ári. Hún mun framleiða rafmagn og heitt vatn en rekstrarkostnaði verður einkum mætt með hliðgjöldum.
  • Stofnkostnaður hefur verið metinn með grófum hætti, sem og rekstrarkostnaður. Kostnaður við byggingu brennsluna er áætlaður á bilinu 20 – 35 milljarðar króna.
  • Fyrir liggur að hliðgjöldin munu ráðast fyrst og fremst af því eignarformi sem verður fyrir valinu.
  • Verði brennslan alfarið í opinberri eigu er líklegt að hliðgjald þyrfti að vera 20 krónur á kíló en verði hún alfarið í einkaeigu er líklegt að hliðgjald yrði 40 krónur.
  • Í næsta áfanga verkefnisins þarf að stofna félag sem fær það hlutverk að halda áfram undirbúningsvinnu og þróa ítarlega viðskiptaáætlun um verkefnið.
  • Ef niðurstaða viðskiptaáætlunar gefur tilefni til liggur fyrir hverjir munu standa að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins, og rekstri vinnslunnar. Einnig munu liggja fyrir samningar við sveitarfélög um ráðstöfun brennanlegs úrgangs í farveg vinnslunnar.

Skýrsla starfshópsins.

Upptaka frá lokafundi Skör ofar - forverkefni um brennslu í stað urðunar (15. desember 2021)