Samanburður á fasteignagjöldum heimila

Fasteignamat og fasteignagjöld hækkuðu samanlagt mest á Húsavík á milli áranna 2017 og 2018 eða um 43%. Byggðastofnun ber árlega saman fasteignagjöld heimila á 26 stöðum á landinu og eru nú samanburðarhæf gögn tiltæk allt frá árinu 2010.

Fasteignamat og fasteignagjöld hækkuðu samanlagt mest á Húsavík á milli áranna 2017 og 2018 eða um 43%. Byggðastofnun ber árlega saman fasteignagjöld heimila á 26 stöðum á landinu og eru nú samanburðarhæf gögn tiltæk allt frá árinu 2010.

Samanburðurinn byggir á samanlögðu fasteignamati og fasteignagjöldum fyrir sömu viðmiðunarfasteign á 26 þéttbýlisstöðum á landinu. Eru fasteignagjöldin reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2017 og gildandi álagningarreglum í hverju sveitarfélagi.

Heildarmat, sem er samanlagt verðmat fasteignar og lóðar, hefur verið mjög mismunandi eftir staðsetningu á landinu og eru niðurstöður í ár engin undantekning frá því.

Hæsta heildarmatið mælist á höfuðborgarsvæðinu og er, sem dæmi,  á viðmiðunarsvæðum í Reykjavík á bilinu 46 m.kr. - 99 m.kr. Af þeim þéttbýlisstöðum sem skoðaðir eru, utan höfuðborgarsvæðisins, er matið hæst á Akureyri, eða 42,15 m.kr. og hafði það hækkað úr 37,5 m.kr. í 42,15 m.kr. eða um 12,4% á milli ára.

Lægsta heildarmatið hefur á sl. árum verið ýmist á Patreksfirði, Vopnafirði eða Bolungarvík. Á Vopnafirði hækkaði matið á milli ára úr 15,2 m.kr. í 16,95 m.kr. og á Patreksfirði úr 14,5 m.kr. í 16,05 m.kr.

Á Bolungarvík hækkaði heildarmatið úr 14,45 m.kr. í 14.5 m.kr. og er annað árið í röð það lægsta á landinu. Eini staðurinn, af þeim sem mælingar náðu til, þar sem matið lækkaði á milli ára er Hólmavík sem mældist með 2,9% lækkun, úr 16,73 m.kr. í 16,25 m.kr.

Þjóðskrá Íslands hefur séð um útreikninga fyrir Byggðastofnun vegna samanurðar á fasteignagjöldum heimila allt frá árinu 2010.

Vidmidunarfasteign-utreikningar-a-landsvisuMyndin sýnir þá staði á landinu sem samanburður Byggðastofnunar á fasteignagjöldum nær til.