Samvinna sveitarfélaga og sambandsins mikilvæg

Haustþing SSV 2023 var haldið í Reykholti (hátíðarsal héraðsskólans) í dag, 4. október.

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambandsins, í ræðustóli í Reykholti í dag.

Þema þingsins varðaði menntamál en einnig var rætt um umhverfis, orku og loftslagsmál.

Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarpaði þingið sem og Heiða Björg Hilmisdóttir formaður. Í ræðum sínum lögðu þau Arnar og Heiða áherslu á mikilvægi samvinnu sveitarfélaga og sambandsins og kynntu þau einnig nýtt skipurit sambandsins sem taka mun gildi 1. desember nk .

Málefnastarf í gangi en þema dagsins varðaði menntamál.