Samþykkt að hefja formlegar sameiningaviðræður

Sveitarstjórnir Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

Hreppsnefnd Svalbarðshrepps samþykkti að fara í viðræðurnar á fundi sem haldinn var í upphafi nóvember mánaðar, en sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti samskonar ályktun á fundi sem haldinn var 2. desember sl.

Íbúar Langanesbyggðar voru í ársbyrjun 504 en í Svalbarðshreppi bjuggu á sama tíma 94 einstaklingar. Stærstu þéttbýlisstaðirnir í sveitarfélögunum tveimur eru í Langanesbyggð en það eru Þórshöfn og Bakkafjörður.

Í sameiningarnefndinni sitja fyrir hönd Svalbarðshrepps þeir Sigurður Þór Guðmundsson, Einar Guðmundur Þorláksson og Ragnar Skúlason en fyrir hönd Langanesbyggðar sitja þau: Mirkjam Blekkenhort, Þorstein Ægi Egilsson og Siggeir Stefánsson. Með nefndinni starfa sveitarstjóri og skrifstofustjóri Langanesbyggðar.