Rannís og Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við SSNE og Eim, standa fyrir opnum hádegisfundi á Akureyri þann 22. nóvember næstkomandi.
Á fundinum verður fjallað um sóknartækifæri fyrir íslenska aðila í Evrópuáætlanir á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála, og þá þjónustu sem umsækjendum stendur til boða.
Þá verður einnig fjallað sérstaklega um verkefnið RECET, en það hlaut nýverið styrk úr LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins. RECET er samstarfsverkefni fimm landa með Ísland í fararbroddi og eru það Íslensk nýorka og Eimur sem leiða verkefnið hér á landi með þátttöku Vestfjarðastofu og SSNE.
Dagskrá:
- Almennt um Evrópustyrki og aðkomu Íslands að þeim
- Horizon Europe – Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB
- LIFE – Umhverfis- og loftslagsáætlun ESB
- European City Facility – Styrkir til að útbúa fjárfestingaráætlanir fyrir sveitarfélög vegna orkuskipta
- RECET – Vegferðin sem leiddi til styrks, staðan í dag og næstu skref
- Samband íslenskra sveitarfélaga í Evrópuverkefnum – Ólíkar leiðir til samstarfs og þátttöku
- Þjónusta Rannís og fyrstu skrefin í sjóðasókn
Upplýsingar:
Fundurinn fer fram kl. 12:00 -13:00, miðvikudaginn 22. nóvember
Staðsetning, Borgir á Akureyri og einnig streymt á Teams.
Vinsamlegast skráið þátttöku hér: https://forms.office.com/e/Z4JMuireFt
Boðið verður upp á léttar veitingar.