Samningur um endurskoðun viðræðuáætlunar undirritaður

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur undirritað samkomulag við Kennarasamband Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands, Félags grunnskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Félags leikskólakennara og Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila.

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur undirritað samkomulag við Kennarasamband Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands, Félags grunnskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Félags leikskólakennara og Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila.

Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasvið sambandsins segir það markmið aðila að ljúka gerð kjarasamninga fyrir 30. nóvember nk.

Þann 1. nóvember verður hverjum starfsmanni í fullu starfi greidd eingreiðsla að upphæð 105.000 kr. eftir því sem við á fyrir tímabilið 1. júlí eða 1. ágúst til og með 30. nóvember 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall.

Það er sameiginlegur skilningur allra aðila að ofangreind fjárhæð sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma hinna endurnýjuðu kjarasamninga og verði metinn sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra.

Með samkomulaginu fylgir eftirfarandi yfirlýsing frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga:

Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir því yfir að starfsmenn í fæðingarorlofi fái eingreiðslu samkvæmt 4.gr. meðfylgjandi samkomulags með sama fyrirkomulagi og ákvarðað var á 82. fundi samstarfsnefndar sambandsins og Félags grunnskólakennara þann 7. júní 2018.

Þrátt fyrir ofangreint er áréttað að þessi ákvörðun hefur ekki fordæmisgildi, komi til frekari eingreiðsla með nýjum kjarasamningum aðila.“