Íbúar Vesturbyggðar og Táknafjaðarhrepps hafa samþykkt sameiningu sveitarfélaganna tveggja en kosningu um sameininguna lauk kl. 22:00, 28. október sl.
Íbúar í Tálknafjarðarhreppi samþykktu tillöguna með 96% atkvæða. Atkvæði féllu þannig að 139 greiddu atkvæði með sameiningu en 5 greiddu atkvæði gegn sameiningu . Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 1.
Kjörsókn var 78,1%.
Íbúar í Vesturbyggð samþykktu tillöguna með 82% atkvæða. Atkvæði féllu þannig að 364 greiddu atkvæði með sameiningu en 73 greiddu atkvæði gegn sameiningu. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 4.
Kjörsókn var 52,48%.
Mögulegar sveitarstjórnarkosningar næsta vor
Til greina kemur að kjósa nýja sveitrstjórn fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Vesturbyggðar og Tálknafjarðar í vor. Hvenær nákvæmlega ræðst af forsetakosningum en sveitarstjórnarkosningar mega ekki of nærri þeim kosningum. Ákveðið er að nýja bæjarstjórnin verði skipuð sjö fulltrúum.
Settar verða á fót fjórar heimastjórnir hver þeirr skipuð tveimur fulltrúum af viðkomandi svæði og einn bæjarfulltrúi að auki. Heimstjórnir verða fyrir Arnarfjörð, Tálknafjörð, Patreksfjörð og sameiginlega fyrir Rauðasand og Barðaströnd.