Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í kosningu sem fram fór laugardaginn 5. júní sl.
286 greiddu atkvæði með sameiningu í Þingeyjarsveit en 146 á móti henni. Kjörsókn þar var 66,6 prósent. Í Skútustaðahreppi féllu atkvæði þannig að 159 merktu við já og 71 merkti við nei.
Næst tekur við skipun sérstakrar stjórnar sem undirbýr stofnun nýs sveitarfélags. Hvor sveitarstjórn skipar þrjá fulltrúa í stjórnina.