Sameining fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu felld

Ekki verður af sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu en tillaga þess efnis var felld í kosningu á laugardag.

Tillagan var samþykkt í Blönduósbæ og í Húnavatnshreppi en í Sveitarfélaginu Skagaströnd var tillagan felld með afgerandi meirihluta en í Skagabyggð munaði aðeins fimm atkvæðum. Öll sveitarfélögin urðu að samþykkja tillöguna til þess að af sameiningunni yrði.

 NeiAuðir/ógildirAllsKjörsókn
Blönduósbær89,4%9,5%1,1%100,0%71,14%
Húnavatnshreppur56,6%41,8%1,6%100,0%85,33%
Skagabyggð45,3%54,7%0,0%100,0%76%
Sv. Skagaströnd28,7%69,2%2,1%100,0%84%

Sveitarstjórnirnar fjórar hafa lýst því yfir að þær muni ekki nýta heimild í 2. mgr. í 120. gr. sveitarstjórnarlaga, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna, nema að undangengnu samráði við íbúa. Í því felst að hafni íbúar einhvers sveitarfélaganna tillögu um sameiningu í kosningum, munu aðrar sveitarstjórnir ekki taka ákvörðun um sameiningu þeirra sveitarfélaga án þess að hafnar verði nýjar sameiningarviðræður og kosið að nýju.