Reykjavíkurborg vinnur að lýðræðistefnu í samráði við íbúa

Ekki mörg íslensk sveitarfélög hafa sett sér lýðræðisstefnu. Það er því áhugavert fyrir þau að kynna sér vinnu borgarinnar og fylgjast jafnvel með samráðsfundi um stefnumótunina sem mun fara fram 25. nóvember nk.

Ekki mörg íslensk sveitarfélög hafa sett sér lýðræðisstefnu. Það er því áhugavert fyrir þau að kynna sér vinnu borgarinnar og fylgjast jafnvel með samráðsfundi um stefnumótunina sem mun fara fram 25. nóvember nk. Tengill á samþykkta stefnu Reykjavíkurborgar.

Borgin leggur mikla áherslu á samráð við íbúa í stefnumótunarvinnunni.  Í mars sl. var opnaður samráðsvefur á Betri Reykjavík þar sem allir íbúar eru hvattir til þess að setja inn skoðanir á því hvernig gott lýðræðissamfélag virkar, koma með tillögur og ábendingar. Á vormánuðum verða drög að lýðræðisstefnu birt til umsagnar.

Fundurinn 25.nóvember kl. 19.30 verður rafrænn fundur og er öllum opinn.