Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög

Íbúðalánasjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum. Umsóknarfrestur er til og með 31. október nk.

Íbúðalánasjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum. Umsóknarfrestur er til og með 31. október nk.

Á heimasíðu Íbúðalánasjóðs má finna nánari upplýsingar ásamt einföldu reiknilíkani sem ber að skila með umsókn og viðskipta- og rekstraráætlun. Einungis þær umsóknir sem berast ásamt öllum tilgreindum fylgigögnum uppfylla umsóknarskilyrði.

Við mat á umsóknum verður lögð sérstök áhersla á eftirfarandi:

  • Nýbyggingar og fjölgun leiguíbúða.
  • Íbúðir á svæðum þar sem þörf er á leiguhúsnæði fyrir leigjendur undir tekju- og eignamörkum.

Til að stuðla að því að byggðar verði hagkvæmar íbúðir verður við úthlutun horft til þess, að íbúðir fari ekki fram úr ákveðnum stærðarmörkum.

Umsóknarfrestur er, eins og áður segir, til og 31. október nk. Frekari upplýsingar má finna á vef Íbúðalánasjóðs.

Stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum byggja á lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 555/2016.

Ils