Íslensku menntaverðlaunin verða afhent að Bessastöðum í nóvember næstkomandi og nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar.
Verðlaunin eru í fimm flokkum:
- Framúrskarandi skóla- eða menntaumbætur.
- Framúrskarandi kennari.
- Framúrskarandi þróunarverkefni.
- Framúrskarandi iðn- og verkmenntun.
- Hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka.
Frekari upplýsingar og tilnefningarform.
Tilnefningar skulu hafa borist fyrir 1. júní nk.