Forsætisráðuneytið hefur sett í loftið nýtt og uppfært miðlægt vefsvæði um jafnréttismál á vef Stjórnarráðsins.
Á vefsvæðinu er hægt að nálgast upplýsingar á einum stað um aðgerðir stjórnvalda í jafnréttismálum, ýmsa áfanga og útgefið efni auk þess sem þar er að finna kyngreinda tölfræði sem er hornsteinn að markvissu jafnréttisstarfi.
Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að Ísland tróni efst á listum yfir árangur í kynjajafnréttismálum og hafa ýmsar aðgerðir stjórnvalda vakið alþjóðlega athygli á kynjajafnrétti hér á landi. Ísland hafi sterka rödd á alþjóðavettvangi þegar kemur að jafnréttismálum og er mikill áhugi innanlands og erlendis frá að fá upplýsingar um stöðu og þróun jafnréttismála á Íslandi.
Vefslóð á íslenska útgáfu: stjornarradid.is/jafnretti
Vefslóð á enska útgáfu: government.is/equality