Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga standa fyrir nýsköpunarkönnuninni 2018, samnorrænni könnun sem er bæði ætlað að kortleggja nýsköpun hjá hinu opinbera og efla. Könnunin er hluti af Nýsköpunarvoginni, samnorrænni könnun sem ætlað er að kortleggja nýsköpun hjá hinu opinbera og um leið efla nýsköpun.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga standa fyrir nýsköpunarkönnuninni 2018, samnorrænni könnun sem er bæði ætlað að kortleggja nýsköpun hjá hinu opinbera og efla. Könnunin er hluti af
Nýsköpunarvoginni, samnorrænni könnun sem ætlað er að kortleggja nýsköpun hjá hinu opinbera og um leið efla nýsköpun.
Danir og Norðmenn hafa nú þegar lagt könnunina fyrir hjá sér og haustið 2018 bætast Ísland og hin Norðurlöndin í hópinn. Fjármála- og efnahagsráðuneytið stendur fyrir Nýsköpunarvoginni í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Á meðal þess sem Nýsköpunarkönnun 2018 er ætlað að varpa ljósi á má nefna hvert umfang opinberrar nýsköpunar sé á Íslandi, hvaða þættir styðji við nýsköpun og hvaða hindranir séu helst í vegi. Einnig er kannað hvað einkenni vinnustaði sem eru nýskapandi og þá sem ekki vinna að nýsköpun, hvort opinberir vinnustaðir deili nýjungum sín á milli og hvaða verðmæti nýsköpun skapi innan þess opinbera.
Könnunin var send út í síðasta mánuði með tölvupósti og verður opið fyrir þátttöku til 2. nóvember. Nær könnunin til um 800 vinnustaða.
Hjá sveitarfélögum taka þátt yfirmenn stjórnsýslu, félagsþjónustu, íþrótta- og tómstundastarfs, svo og grunnskóla- og leikskólastjórar.
Þátttakendur hjá ríkinu eru ráðuneytin ásamt undirstofnunum og sviðsstjórum ríkisstofnana með fleiri en 160 starfsmenn.
Þó svo að engin nýsköpunarverkefni hafi verið tekin í notkun á vinnustaðnum er samt mikilvægt að svara könnuninni.
Niðurstöður könnunarinnar eru rekjanlegar svo að fjalla megi um nýsköpunarverkefni sem koma fram í könnuninni. Nánari upplýsingar veitir Daði Már Steinsson, starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytsins í síma 545 9200 eða á netfanginu dadi.steinsson@fjr.is.