Nýjar leiðbeiningar til aðstoðar við val á fráveitulausnum

Nú eru aðgengilegar á vefsíðu Umhverfisstofnunar nýjar leiðbeiningar um minni hreinsivirki sem hafa tekið við af gömlu leiðbeiningunum um rotþrær og siturlagnir.

Eins og segir í frétt Umhverfisstofnunar eru leiðbeiningarnar til aðstoðar við val á fráveitulausnum. Þær eru ætlaðar starfsmönnum sveitarfélaga, heilbrigðiseftirlitum, almenningi og öðru tæknifólki.

Ýmsa þætti þarf að hafa í huga þegar koma á fyrir slíkum mengunarvarnabúnaði s.s. staðsetningu og stærð hreinsivirkis, nálægð við grunnvatn og fleira.

Tengt efni: