Ný upplýsingasíða um launakjör grunnskólakennara

Birtar hafa verið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga upplýsingar um launakjör grunnskólakennara og þróun þeirra. Unnið hefur verið að því um nokkurt skeið að gera niðurstöður úr launakönnun sambandsins aðgengilegar og var ákveðið að flýta þeirri vinnu í ljósi þess, að kjaraviðræður standa nú yfir á milli Félags grunnskólakennara (FG) og sambandsins.

Birtar hafa verið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga upplýsingar um launakjör grunnskólakennara og þróun þeirra. Unnið hefur verið að því um nokkurt skeið að gera niðurstöður úr launakönnun sambandsins aðgengilegar og var ákveðið að flýta þeirri vinnu í ljósi þess, að kjaraviðræður standa nú yfir á milli Félags grunnskólakennara (FG) og sambandsins.

Launakönnun sambandsins tekur gögn beint upp úr launakerfum sveitarfélaganna og greinir því rauntölur á hverjum tíma. Niðurstöður úr könnuninni ættu því að taka af öll tvímæli, en borið hefur á misvísandi upplýsingum um launakjör grunnskólakennara í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.

Á meðal þess sem launakönnunin greinir er meðaldagvinnulaun, meðalheildarlaun og launadreifing. Þá er á nýju upplýsingasíðunni einnig gert grein fyrir aldursdreifingu félagsmanna og launa- og kaupmáttarþróun hjá þeim í samanburði við aðra hópa launþega á vinnumarkaði.

Nálgast má nýju upplýsingasíðuna á vef sambandsins undir Kjara- og starfsmannamál - Tölulegar upplýsingar. Þessu framtaki verður fylgt eftir með sambærilegum upplýsingasíðum fyrir önnur fjölmenn launþegasamtök innan launakönnunarinnar.