Ný persónuverndarlöggjöf með heimild til ofursekta

Innleiðing á nýjum lögum um persónuvernd kallar á nýtt verklag hjá sveitarfélögum, með umtalsverðum kostnaðarauka og áhrifum á stjórnsýslu þeirra. Þá veita lögin Persónuvernd heimild til álagningar ofursekta, sem eiga sér engin fordæmi hér á landi gagnvart opinberum aðilum, að því er segir í minnisblaði sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Innleiðing á nýjum lögum um persónuvernd kallar á nýtt verklag hjá sveitarfélögum, með umtalsverðum kostnaðarauka og áhrifum á stjórnsýslu þeirra. Þá veita lögin Persónuvernd heimild til álagningar ofursekta, sem eiga sér engin fordæmi hér á landi gagnvart opinberum aðilum, að því er segir í minnisblaði sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fyrir alþingi liggur frumvarp til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem felur í sér heildarendurskoðun á núgildandi persónuverndarlöggjöf. Nýja löggjöfin byggir á samsvarandi reglugerðarbreytingum á Evrópska efnahagssvæðinu og hefur m.a. að markmiði að fella frjálsa miðlun persónuupplýsingar að reglum um persónuvernd og friðhelgi einkalífs.

Hluti af lögbundinni þjónustu og rekstri sveitarfélaga felur í sér vistun viðkvæmra persónuupplýsinga, s.s. í skólum, félagsþjónustu, eftirliti og starfsmannahaldi. Sem dæmi um þær sektir sem Persónuvernd er heimilt að beita, fari eitthvað úrskeiðis í meðferð þessar upplýsinga, þá geta dagsektir skv. nýju löggjöfinni numið allt að 200 þ.kr. á dag og stjórnvaldssektir allt að 2,4 ma.kr. eða 4% af veltu, hvort heldur er hærra.

Með hliðsjón af samstæðu Reykjavíkurborgar, sem veltir 177 ma.kr., þá losar 4% stjórnvaldssekt um 177 ma.kr. Miðlungsstór sveitarfélög á borð við Hornafjörð, Hveragerði eða Fjallabyggð með um 2,7 ma.kr. árstekjur gætu fengið allt að 110 m.kr. sekt.

Álagning ofursekta af þessu tagi á sér engin fordæmi gagnvart opinberum aðilum. Beiting þeirra myndi sliga sveitarfélög og afleiðing þessa væri að skera þyrfti niður þjónustu og eftir atvikum og aðstæðum bitna á skattborgurum. Hefur sambandið í ljósi þessa, lagt eindregið til að fallið verði frá þessum áformum.

Þá er einnig gagnrýnt í minnisblaði sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs, að fjölmörg atriði frumvarpsins eru óljós og er mat á kostnaði sveitarfélaga vegna nýrra persónuverndarlaga því verulegri óvissu háð. Leika vikmörk á hundruðum milljónum króna.

Hvað snertir kostnaðarmat á innleiðingu nýrra persónuverndarlaga, þá er í minnisblaðinu m.a. litið til finnska sveitarfélagasambandsins og kostnaðargreiningu þess. Umreiknað á íslensk sveitarfélög gæti heildarkostnaður numið tæpum 770 m.kr.

Google-fridhelgi