Ný lög um lögheimili og aðsetur

Hjónum er nú heimilt að skrá sig til lögheimilis hvoru á sínum stað, samkvæmt nýjum lögum um lögheimili og aðsetur sem samþykkt voru á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Lögin boða margvísleg önnur nýmæli, en meginmarkmið þeirra er að stuðla að því að búsetu- og aðsetursskráning fólks sé sem réttust.

Hjónum er nú heimilt að skrá sig til lögheimilis hvoru á sínum stað, samkvæmt nýjum lögum um lögheimili og aðsetur sem samþykkt voru á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Meginmarkmið laganna er að stuðla að því að búsetu- og aðsetursskráning fólks sé  rétt.

Í ljósi þess að eldri lög um lögheimili höfðu staðið óbreytt síðustu 27 ár og lög um tilkynningar aðsetursskipta undanfarin 65 ár, þótti endurskoðun laganna tímabær. Samfélagið hefur tekið allmiklum breytingum á þessum tíma, en rétt skráning er mikilvæg m.a. með tilliti til réttaröryggis í meðferð ágreiningsmála sem snerta búsetu og aðsetur.

Tilefni lagasetningarinnar má fyrst og fremst rekja til þingsályktunar sem fól ráðherra að skipa starfshóp vegna endurskoðunar laga um lögheimili nr. 21/1990 m.a. með það fyrir augum, að hjón gætu haft ólík lögheimili bæði hér á landi og erlendis.

Nýmælin sem hafa verið lögleidd eru þó mun fleiri og veitir ítarefni, sem lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman um nýju löggjöfina, aðgengilegt yfirlit yfir helstu breytingar.

Auk þess sem hjónum er heimilt að hafa sitt lögheimilið hvort, hefur þinglýstur eigandi nú heimild til að afskrá einstaklinga af eigninni séu þeir þar án heimildar og heimilt er að dylja lögheimili í þjóðskrá þyki það nauðsynlegt, svo að dæmi séu nefnd um þær breytingar sem eru samfara nýju löggjöfinni.

Logheimili-teikning