16. ágú. 2010

„Sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna til að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni“

  • halldor

Erindi Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga á  fundi sérfræðinganefndar Bernarsamningsins um verndun villtra dýra og  plantna og búsvæða í Evrópu.

„Líffræðileg fjölbreytni snertir okkur öll, ekki aðeins landsbyggðina. Borgir og bæir þrýsta á líffræðilega fjölbreytni en geta einnig stuðlað að viðgangi hennar“, sagði Halldór, sem á sæti í nefnd um sjálfbæra þróun á vegum Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins. „Stjórnvöld, sveitarstjórnarstigið og borgarlegt samfélag verða að vinna saman að verndun líffræðilegar fjölbreytni og brýnt er að rétturinn til heilnæms umhverfis sé viðurkenndur sem hluti grundvallarmannréttinda og að réttlæti og gott siðferði verði í auknum mæli lagt til grundvallar við mótun umhverfisstefnu“.