16. apr. 2015

XXIX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Staldrað við og staðan metin

  • Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

XXIX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður að þessu sinni haldið í Salnum í Kópavogi föstudaginn 17. apríl, hefst það kl. 10 að morgni og stefnt er að því að þingstörfum ljúki milli kl. 15 og 16 síðdegis. Dagskrá landsþingsins er komin á vefinn en yfirskrift landsþingsins er „Staldrað við og staðan metin“ Meginumræðuefni þingsins verður svæðasamvinna sveitarfélaga, efling sveitarstjórnarstigsins, endurskoðun kosningalaga og staðan í viðræðum ríkis og sveitarfélaga um endurmat á þjónustu við fatlað fólk.

Að þinginu loknu hefst aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á sama stað, en þar eiga allir sveitarstjórnarmenn seturétt. Að loknum aðalfundi lánasjóðsins býður sjóðurinn til móttöku í anddyri Salarins. Til aðalfundar lánasjóðsins verður boðað með sérstöku bréfi frá sjóðnum.