01. apr. 2015

Fyrsti fundur nýrrar ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Fyrsti fundur nýskipaðar ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fór fram í innanríkiráðuneytinu í síðustu viku. Eftir breytingar á lögum um jöfnunarsjóðinn er nefndin nú skipuð sjö fulltrúum í stað fimm áður. Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir sex fulltrúa í nefndina en formaður er skipaður án tilnefningar, nýr formaður nefndarinnar er Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi.

Í nefndinni eru:

  • Guðný Sverrisdóttir formaður
  • Ásgerður Gylfadóttir, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði,
  • Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar,
  • Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði,
  • Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ,
  • Sigríður Huld Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Akureyrarkaupstað og 
  • Valdimar O. Hermannsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.

Myndin hér að neðan er tekin af vef innanríkisráðuneytisins á fyrsta fundi nefndarinnar

Valdimar O. Hermannsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði, Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ, Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, Ásgerður Gylfadóttir, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði, Sigríður Huld Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Akureyrarkaupstað og  Guðný Sverrisdóttir formaður.