29. sep. 2014

Halldór Halldórsson endurkjörinn formaður sambandsins

Á XXVIII. landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri dagana 24.-26. september sl. var Halldór Halldórsson  endurkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga til næstu fjögurra ára. Í upphafi þingsins lagði kjörnefnd fram tillögu sína um næstu stjórn sambandsins og þar sem engin mótframboð bárust gegn henni var stjórnin sjálfkjörin og formaðurinn einnig.

Nokkur endurnýjun varð í stjórn sambandsins en sex nýir fulltrúar voru kjörnir inní stjórnina en úr henni gengu; Dagur B. Eggertsson og Júlíus Vífill Ingvarsson frá Reykjavíkurborg, Guðríður Arnardóttur úr Suðvesturkjördæmi, Elín R. Líndal úr Norðvesturkjördæmi, Gunnlaugur Stefánsson úr Norðausturkjördæmi og Jórunn Einarsdóttir úr Suðurkjördæmi. Voru þeim færðar þakkir fyrir góð störf í þágu sambandsins sl. ár.

Ný stjórn sambandsins er þannig skipuð:

Aðalmenn

Varamenn

Reykjavíkurkjördæmi  
Halldór Halldórsson Reykjavíkurborg (D) Áslaug M. Friðriksdóttir Reykjavíkurborg (D)
Björk Vilhelmsdóttir Reykjavíkurborg (S) Skúli Þór Helgason Reykjavíkurborg (S)
S. Björn Blöndal Reykjavíkurborg (Æ) Elsa Hr. Yeoman Reykjavíkurborg (Æ)
Suðvesturkjördæmi  
Gunnar Einarsson Garðabæ (D) Haraldur Sverrisson Mosfellsbæ (D)
Gunnar Axel Axelsson Hafnarfjarðarkaupstað (S) Margrét Lind Ólafsdóttir Seltjarnarnesbæ (S)
Norðvesturkjördæmi  
Jónína Erna Arnardóttir Borgarbyggð (D) Ólafur G. Adolfsson Akraneskaupstað (D)
Halla Sigríður Steinólfsdóttir Dalabyggð (V) Ragnar Frank Kristjánsson Borgarbyggð (V)
Norðausturkjördæmi  
Gunnhildur Ingvarsdóttir Fljótsdalshéraði (B) Gunnlaugur Stefánsson Norðurþingi (B)
Eiríkur Björn Björgvinsson Akureyrarkaupstað (Óháður) Kristín Gestsdóttir Fjarðabyggð (D)
Suðurkjördæmi  
Aldís Hafsteinsdóttir Hveragerðisbæ (D) Páll Marvin Jónsson Vestmannaeyjabæ (D)
Ísólfur Gylfi Pálmason Rangárþingi eystra (B) Bryndís Gunnlaugsdóttir Grindavíkurbæ (B)