30. sep. 2011

Mannauðssjóður KSG stofnaður

  • Stofnun KGS 2011

Stofnfundur Mannauðssjóðs KSG var haldinn 29. september 2011. Í nýgerðum kjarasamningum Starfsmannafélags Kópavogs, Starfsmannafélags Suðurnesja og Starfsmannafélags Garðabæjar við Samband íslenskra sveitarfélaga var kveðið á um stofnun Mannauðssjóðs KSG. Sjóðurinn er símenntunar- og mannauðssjóður þessara þriggja starfsmannfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga 

Stofnfundinn sátu:

  • Vala Dröfn Hauksdóttir, fyrir hönd Starfsmannafélags Garðabæjar
  • Ragnar Örn Pétursson, fyrir hönd Starfsmannafélags Suðurnesja
  • Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, fyrir hönd Starfsmannafélags Kópavogs
  • Guðfinna Harðardóttir og Sólveig B. Gunnarsdóttir fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga

Markmið með stofnun sjóðsins er að efla símenntun starfsmanna sveitarfélaga með því að veita styrki til;

  1. sveitarfélaga, stofnana og vinnuveitenda sem greiða í sjóðinn,
  2. aðildarfélaga sjóðsins,
  3. verkefna sem sjóðsstjórn skipuleggur eða á aðkomu að.

Sjóðurinn er fjármagnaður með greiðslum vinnuveitenda sem nema 0,3% af heildarlaunum félagsmanna aðildarfélaga skv. greinum 13.5.1 í kjarasamningum aðila. Greiðslur launagreiðenda í sjóðinn miðast við 1. maí 2011. Frekari upplýsingar um skil á greiðslum munu berast hlutaðeigandi launagreiðendum síðar en umsýsla með sjóðnum verður hjá Starfsmannafélagi Kópavogs, Digranesvegi 12, 200 Kópavogi.