26. maí 2011

Umsögn um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga

  • IMG_3368

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga.

Í umsögn sambandsins um ný sveitarstjórnarlög kemur fram að sambandið gerir mis miklar athugasemdir við alla kafla frumvarpsins utan tveggja enda er heildarendurskoðun sveitarstjórnarlaga yfirgripsmikið verkefni sem krefjandi reyndist að ljúka á því eina ári sem ætlaður var til verksins. Frumvarpið er mikið að vöxtum og eru án efa allmörg atriði sem má bæta það er því skoðun sambandsins að farið verði vandlega yfir þær umsagnir sem borist hafa til samgöngunefndar Alþingis og að sátt náist um niðurstöðuna.

Jafnframt telur sambandið nauðsynlegt að við afgreiðslu frumvarpsins á haustþingi liggi fyrir drög að reglugerð um fjármálareglur sem setja á skv. 64. gr. frumvarpsins. Þá telur sambandið ástæðu til að skoða hvort sett verði ákvæði til bráðabirgða í frumvarpið um að lögin verði endurskoðuð innan tiltekins árafjölda.