Starfar þú við menntun í skóla? Viltu fara í samstarf við skóla á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum? Nordpus Junior býður styrki til náms, þjálfunar og samstarfsverkefna fyrir leik- grunn- og framhaldsskóla.
Fyrir hverja?
Fyrir leik- grunn- og framhaldsskóla á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum, kennara þeirra og nemendur.
Til hvers?
Styrkir til samstarfsneta og þróunarverkefna skóla. Ferðastyrkir vegna nemendaheimsókna, kennaraskipta og undirbúningsheimsóknir.
Skólarnir sækja um og er gerð krafa um samstarf tveggja landa (í námsferðum) eða þriggja landa (í verkefnum).
Almennur umsóknarfrestur er 1. febrúar 2021
Umsóknarfrestur vegna undirbúningsheimsókna er 1. október 2021