Nöfn sameinaðra sveitarfélaga

Við sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí sl. fækkaði sveitarfélögum um fimm, fóru úr 69 í 64.

Samhliða kosningunum var kosið um nöfn sameinaðra sveitarfélaga í Skagafirði, Húnavatnssýslu og í Þingeyjarsýslu. Kosningar fóru þannig:

  • Í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar varð nafnið Skagafjörður hlutskarpast.
  • Í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps varð nafnið Húnabyggð hlutskarpast.
  • Í sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hlaut nafnið Þingeyjarsveit mest fylgi

Þá stóð yfir könnun í sameinuðu sveitarfélagi Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar til 5. maí og þar naut nafið Langanesbyggð mests fylgis.

Að lokum má geta þess að nú stendur yfir hugmyndasöfnun að nýju nafni á sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellsveitar og stendur söfnunin yfir til 1. júní nk.