Velferðarvaktin stendur fyrir morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura mánudaginn 9. október kl. 9.00-10.30 um stöðu og aðstæður foreldra sem ekki deila lögheimili með barni.
Kynntar verða helstu niðurstöður nýlegrar rannsóknar á stöðu og aðstæðum foreldra sem ekki deila lögheimili með barni.
Velferðarvaktin og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stóðu að rannsókninni en Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd hennar. Þá verða flutt erindi og að lokum fara fram pallborðsumræður, meðal annars með þátttöku félags- og vinnumarkaðsráðherra og dómsmálaráðherra.
Óskað er eftir að þátttakendur skrái sig:
Dagskrá
9.00-9.20: Rannsókn á stöðu og aðstæðum foreldra sem deila ekki lögheimili með barni
Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, kynnir helstu niðurstöður
9.20-9.40: Hefur regluverk þróast samhliða breyttu fjölskyldumynstri?
Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ, fjallar um megineinkenni íslenska kerfisins í sögulegu og alþjóðlegu samhengi
9.40-9.50: Sjónarmið Foreldrajafnréttis
Brjánn Jónsson, formaður, kynnir sjónarmið félagsins
9.50-10.30: Pallborðsumræður:
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
- Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra
- Brjánn Jónsson, formaður Foreldrajafnréttis
- Gyða Hjartardóttir, umsjónar og ábyrgðaraðili SES (Samvinna eftir skilnað) á Íslandi
- Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
Fundarstjóri Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktar.
Húsið opnar kl. 8:30.