Lýsa – rokkhátíð samtalsins

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Ólafur Stefánsson, handboltahetja, setja í sameiningu LÝSU, tveggja daga samtalshátíð sem fram fer í Hofi, Akureyri, dagana 7. og 8. september. Á meðal upphafsviðburða má nefna samtal Norræna félagsins um áhrif metoo-byltingarinnar á hagkerfi og hagvöxt, en hátíðinni lýkur á laugadag með diskósúpu, sem Saga Garðarsdóttir matbýr í samstarfi við gesti hátíðarinnar við ljúfan undirleik Jónasar Sig.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Ólafur Stefánsson, handboltahetja, setja í sameiningu LÝSU, tveggja daga samtalshátíð sem fram fer í Hofi, Akureyri, dagana 7. og 8. september.

Á meðal upphafsviðburða má nefna samtal Norræna félagsins um áhrif metoo-byltingarinnar á hagkerfi og hagvöxt, en hátíðinni lýkur á laugardag með diskósúpu, sem Saga Garðarsdóttir matbýr í samstarfi við gesti hátíðarinnar við ljúfan undirleik Jónasar Sig.

Á dagskrá LÝSU eru um 60 viðburðir, sem aðilar af öllum helstu sviðum samfélagsins eiga aðild að, s.s. frjáls félagasamtök, stjórnmálahreyfingar, landshlutasamtök sveitarfélaga, aðilar vinnumarkaðarins og menntastofnanir. Þá koma þekktir rithöfundar einnig að máli, þar á meðal Auður Jónsdóttir, Hallgrímur Helgason og Guðmundur Andri Thorsson.

Þeir málaflokkar eða þemu sem hátíðin snertir eru að sama skapi fjölbreytt. Má þar nefna atvinnu og vinnumarkað, rannsóknir og fræðslu, heilsu og heilbrigði, börn og ungmenni, menntamál, stjórnmál, smiðjur og skemmtidagskrá.

Ókeypis er inn á alla viðburði LÝSU fyrir almenning. Hátíðin er haldin að norrænni fyrirmynd í þeim tilgangi að skapa samræðuvettvang á jafnréttisgrundvelli. Álíka hátíðir eru Almedalen í Svíþjóð, Folkemødet í Danmörku og Arendalsuka í Noregi.

Lysa