Fréttir og tilkynningar: mars 2018

Fyrirsagnalisti

23. mar. 2018 : Kynningarfundur um handbók í íbúalýðræði

Samband íslenskra sveitarfélaga gekkst í gær fyrir kynningarfundi vegna handbókar um aðferðir og leiðir í íbúalýðræði sem kom nýlega út á vegum sambandsins. Fundarmönnum gafst einnig kostur á þátttöku með fjarfundarbúnaði. Kynningarfundinum var ætlað að fylgja eftir útgáfu handbókarinnar, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Nánar...

09. mar. 2018 : Jafnréttisþing 2018

Útvíkkun jafnréttisstarfs – #metoo og margbreytileiki var að þessu sinni yfirskrift jafnréttisþings. Þema þess var um jafna meðferð og vernd gegn mismunun í víðum skilningi með hliðsjón af margbreytileika í íslensku samfélagi. Stóð þingið í hálfan annan dag og bauð upp á sex málstofur um fjölbreytt efni.

Nánar...